Sérfræðingur í vöruhúsi gagna og gagnamörkuðum
Description
Sérfræðingur í vöruhúsi gagna og gagnamörkuðum
- Jan 2015 Fullt starf
Borgun leitar að sérfræðingi í vöruhúsi gagna og gagnamörkuðum.
Þitt hlutverk
Sem sérfræðingur í vöruhúsi gagna á Upplýsingatæknisviði Borgunar ertu ábyrg(ur) fyrir hönnun, þróun og innleiðingu vöruhúsalausna. Áhersla er lögð á nýtingu staðla og bestu venja í vöruhúsaumhverfi.
Það sem við ætlumst til af þér
Til að ná árangri í þessu hlutverki þarftu að búa yfir þekkingu og reynslu en þó fyrst og fremst brennandi áhuga á hönnun og þróun gagnagrunna, vöruhúss gagna, gagnamarkaða og ETL vinnslna, hvort heldur er með Oracle eða SQL Server. Þekking á uppsetningarferlum, afritun og flutningi gagna, rekstri gagnagrunnsþjóna, vöktun og bestun gagnagrunnsfyrirspurna er mikill kostur. Sjálfstæð og öguð vinnubrögð eru nauðsynleg en reynsla af vinnu í Agile teymi er mikill kostur.
Önnur þekking og reynsla er mikill kostur, t.d:
Hönnun og þróun gagnalíkana.
Þekking á ýmsum vöruhúsalausnum eins og t.d.Teradata, Hadoop eða SAP Hana.
Þarfagreining og greining grunngagna.
Reynsla í mótun og viðhaldi tæknilegra vegvísa (e. Roadmaps).
Þekking á ýmsum skriftumálum og skeljum,.Net og Java osfrv.
Reynsla af vinnu við umfangsmikil (e. Enterprise) vöruhúsaverkefni.
Þekking á öryggislausnum og auðkenningu.
Í staðinn færðu
Einstakt tækifæri til að leiða hönnun, uppbyggingu og innleiðingu á vöruhúsi gagna og gagnamarkaða frá grunni hjá framsæknu og ört vaxandi fyrirtæki.
Upplýsingar fyrir umsækjendur
Borgun er leiðandi fjármálafyrirtæki í þróun og hagnýtingu lausna á sviði rafrænnar greiðslumiðlunar. Við leggjum áherslu á lipra og persónulega þjónustu og vinnum eftir gildunum vilji, virði og vissa. Sjá nánar á www.borgun.is.
Nánari upplýsingar um starfið veita Rakel Ýr Guðmundsdóttir mannauðsstjóri í síma XXX-XXX-XXXX og Sigurjón Þráinsson þróunarstjóri í síma XXX-XXX-XXXX. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starfið á www.borgun.is. Umsóknarfrestur er til 9. febrúar næst komandi.