TvinnaRemote

Skila og Gæðastjóri (QA)

Description

Skila og Gæðastjóri (QA)

  1. Aug 2020 Fullt starf

Við hjá Sendiráðinu viljum bæta við okkur metnaðarfullum og skemmtilegum hugbúnaðarprófara sem vill vinna hjá framsæknu fyrirtæki í fjölbreyttum og spennandi verkefnum. Við bjóðum upp á sveigjanlegan vinnutíma og sínum mikinn stuðning við fjölskyldufólk.

Umsækjendur þurfa að vera vel kunnugir nýjustu tækni og vinna vel í hóp þar sem mikil áhersla er lögð á jákvæðni og teymisvinnu hjá okkur í Sendiráðinu.

Hæfni og reynsla

  • Bachelor gráða í Tölvunarfræði eða samskonar menntun
  • Lágmark 3 ára reynsla af vinnu við hugbúnaðarprófanir
  • Þekking á Jira eða sambærilegum kerfum
  • Reynsla af sjálfvirkum prófunum
  • Reynsla af skipulagi og framkvæmd notenda og/eða viðtökuprófnum

Ábyrgðarsvið

  • Gæðaferli Sendiráðsins
  • Skilgreiningar á prófnunartilvikum og framkvæmd prófana.
  • Framkvæmd viðtökuprófana með viðskiptavinum
  • Skjölun prófana

Góðir eiginleikar hjá prófara sem við kunnum að meta

  • Góð samskipti sem einkennast af jákvæðri og uppbyggjandi endurgjöf
  • Vinna vel í hóp
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum, metnaður til að þróa starfið
  • Þjónustulund að hafa viðskiptavini í fyrirrúmi
  • Að hafa gott auga fyrir góðri notendaupplifun í hugbúnaðargerð og hönnun
  • Að hafa gaman af að leysa hinar ýmsu áskoranir

Sendiráðið er hugbúnaðarstofa sem er troðfull af sköpunarkrafti og skemmtilegu fólki sem samanstendur af hönnuðum, forriturum og ráðgjöfum sem hafa alhliða þekkingu á hugbúnaðarþróun og starfrænum verkefnum.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur er til og með föstudeginum 11 september

Skills

Jira