TvinnaRemote

Netstjóri

Description

Netstjóri

  1. Oct 2020 Fullt starf

Valitor óskar eftir að ráða til sín netstjóra á rekstrar- og þróunarsviði.

Valitor er alþjóðlegt greiðslulausnafyrirtæki og eitt fárra sem bjóða alhliða þjónustu sem spannar allt frá samþykki greiðslu, kortaútgáfu, greiðslugátt á vefnum og posaþjónustu við búðarborðið.

Um er að ræða krefjandi og skemmtilegt starf fyrir öflugan einstakling sem þarf að vera duglegur að tileinka sér nýjungar.

Starfssvið:

  • Rekstur, viðhald og uppbygging á netumhverfi Valitor
  • Netrekstur á sýndarumhverfum, álagsdreifum og netöryggislausnum

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur
  • A.m.k. þriggja ára reynsla af rekstri netbúnaðar- og netöryggiskerfa
  • Vottun á sviði net- og netöryggismála er kostur
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu
  • Skipulögð og öguð vinnubrögð
  • Geta og vilji til að vinna vel í hóp en einnig til að vinna sjálfstætt
  • Drifkraftur og vilji til að takast á við stór og skemmtileg verkefni

Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsókninni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 23. október 2020.

Nánari upplýsingar veitir Sigurður Svavarsson, hópstjóri Network & Infrastructure hjá Valitor, í síma XXX-XXX-XXXX.