Grafískur hönnuður
Description
Grafískur hönnuður
- May 2016 Fullt starf
A4 leitar af öflugum grafískum hönnuði í hópinn, um er að ræða fullt starf. Áhugi á markaðsmálum nauðsynlegur sem og að fylgjast með nýjungum í faginu. Viðkomandi þarf að hafa hæfni í mannlegum samskiptum þar sem samskipti við allar deildir fyrirtækisins eru miklar. Mikill kostur er að geta skrifað texta.
Helstu verkefni eru :
Hönnun á auglýsinga- og kynningarefni fyrir vef og prent.
Gerð fréttabréfa fyrir viðskiptavini, jafnt fyrir vef og prent.
Myndvinnsla og umbrot.
Efni fyrir verslanir A4.
Umsóknarfrestur er til og með 2. Júní 2016
A4 er framsækið fyrirtæki og leggur metnað sinn í að vera í fararbroddi á sviði skrifstofu-, skóla-, föndur- og hannyrðavara og leggur áherslu á góða og trausta þjónustu við viðskiptavini. Við erum stolt af því að geta boðið upp á heimsþekkt vörumerki sem eiga það öll sameiginlegt að vera í háum gæðaflokki. Hjá fyrirtækinu starfa um 100 starfsmenn.
Upplýsingar fyrir umsækjendur
Nánari upplýsingar um starfið veitir mannauðsstjóri, XXXX XXXX, í síma XXX-XXX-XXXX.