TvinnaRemote

Deildarstjóri notendabúnaðar

Description

Deildarstjóri notendabúnaðar

  1. Sep 2012 Fullt starf

Advania leitar að metnaðarfullum starfskrafti til að sölu- og vörustýra notendalausnum félagsins og veita þeim framgang.

Deildarstjóri ber ábyrgð á rekstri verslunar, vefverslunar og viðgerðarþjónustu Advania ásamt vörustýringu á notendabúnaði frá framleiðendum eins og DELL, HP og Xerox. Hann er ábyrgur fyrir starfsmannahaldi, upplýsingagjöf, áætlanagerð og öðrum tilfallandi verkefnum sem hefur með rekstur deildarinnar að gera.

Um er að ræða mjög krefjandi og skemmtilegt starf sem krefst mikillar þekkingar á retail-markaðnum.

Hæfniskröfur

Háskólamenntun og/eða önnur menntun sem nýtist í starfi

Þekking og reynsla af IT rekstri

Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Geta til að tjá sig í ræðu og riti

Drifkraftur, frumkvæði og mikil þjónustulund

Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum

Um Advania

Advania er jafnréttissinnað, fjölskylduvænt og hlúir vel að starfsfólki. Kúltúrinn er frjálslegur og óþvingaður, vinnutíminn sveigjanlegur og vinnuaðstaðan frábær. Kaffið er magnað og maturinn fyrsta flokks. Félagslífið er kraftmikið og uppákomur tíðar. Gildi Advania eru ástríða, snerpa og hæfni.

Umsóknarfrestur er til og með 16. september. Vinsamlegast sendið ferilskrá með umsókn.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar Nánari upplýsingar veitir Jónína Guðmundsdóttir í síma XXX-XXX-XXXX. Fullum trúnaði er heitið.

Umsóknareyðublað: http://www.advania.is/um-advania/umsokn-um-starf/umsoknareydublad/