Forritari
Description
Forritari
- Jan 2015 Fullt starf
Upplýsingatæknisvið Bændasamtaka Íslands óskar eftir að ráða forritara til starfa. Hjá upplýsingatæknisviði BÍ er unnið að þróun vefforrita fyrir landbúnað.
Æskileg þekking og reynsla:
• Háskólapróf í tölvunarfræði, verkfræði eða sambærileg menntun
• Python, Django og Linux
• Javascript, jQuery o.fl.
• Agile/Scrum aðferðafræði
Hæfniskröfur:
• Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
Í boði er fjölbreytt og spennandi forritunarstarf þar sem reynir á teymisvinnu, sjálfstæð vinnubrögð og getu til að takast á við ögrandi verkefni.
Upplýsingar fyrir umsækjendur
Umsóknarfrestur er til 2. febrúar 2015. Nánari upplýsingar gefur XXXX XXXX, sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs Bændasamtaka Íslands, í síma XXX-XXX-XXXX eða í tölvupósti thorberg[hjá]bondi.is. Fullum trúnaði heitið.