Hugbúnaðarsérfræðingar | Forritari | Software Developer
Description
Hugbúnaðarsérfræðingar | Forritari | Software Developer
- Oct 2021 Fullt starf
Sjúkratryggingar Íslands óska eftir að ráða tvo metnaðarfulla og kraftmikla hugbúnaðarsérfræðinga. Sjúkratryggingar vinna í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi þar sem rík áhersla er lögð á góðan aðbúnað starfsmanna. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hugbúnaðarþróun í samstarfi við birgja á sviði upplýsingatækni
- Uppbygging fram- og/eða bakendalausna
- Vinna við samþættingu hugbúnaðarkerfa og hugbúnaðareininga
- Þátttaka í uppbyggingu rekstrarinnviða fyrir hugbúnaðarlausnir
- Þátttaka í rekstri hugbúnaðarlausna
- Þátttaka í þarfagreiningu fyrir þróun á hugbúnaðarlausnum
- Vinna í kviku umhverfi og stuðla að stöðugum umbótum hugbúnaðarlausna
Hæfnikröfur
- Grunnmenntun á háskólastigi á sviði verkfræði, tölvunarfræði eða sambærilegt nám
- Framhaldsmenntun kostur
- Þekking og reynsla af hugbúnaðarþróun
- Þekking á a.m.k. einu forritunarmáli s.s..NET, Python, PHP, JavaScript og/eða Java
- Þekking á JavaScript framendatækni s.s. Angular, React, Vue.js og/eða Node.js kostur
- Þekking á a.m.k. einni tegund af vensluðum grunnum s.s. MS SQL Server, MySQL, PostgreSQL og/eða Oracle Database
- Þekking á óvensluðum grunnum s.s. MongoDB eða sambærilegu kostur
- Þekking að vinna með kóðageymslur s.s. Bitbucket eða Github
- Reynsla að vinna með Jira og Confluence við stýringu og úrvinnslu verkefna
- Reynsla af sjálfvirkum prófunum kostur
- Góð ensku- og íslenskukunnátta í ræðu og riti
- Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Skipulagshæfileikar og öguð vinnubrögð
- Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
Upplýsingar fyrir umsækjendur
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Sótt er um starfið á www.sjukra.is/starf. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferliskrá ásamt kynningarbréfi. Öllum umsóknum verður svarað þegar niðurstaða um ráðningu liggur fyrir. Ráðning tekur mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar. Umsókn gildir í 6 mánuði frá lokum umsóknarfrests. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Upplýsingar um stofnunina má finna á heimasíðu hennar www.sjukra.is
Starfshlutfall er 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 29.10.2021