TvinnaRemote

Grafískur hönnuður með mikla reynslu af skjámiðlun og hreyfigrafík

Description

Grafískur hönnuður með mikla reynslu af skjámiðlun og hreyfigrafík

  1. Feb 2012 Fullt starf

PIPAR\TBWA auglýsir eftir snjöllum og reynslumiklum grafískum hönnuði með áherslu á hreyfigrafík og skjámiðla. Umsækjendur þurfa bæði að geta unnið sjálfstætt og tekið þátt í hópastarfi og krefjandi verkefnum í líflegu umhverfi. Verkefnin eru allt frá einföldustu netborðum til stórra sjónvarpsauglýsinga frá grunni.

Hæfniskröfur:

\ Háskólapróf í grafískri hönnun

\ Góð starfsreynsla í faginu

\ Sérhæfing í hreyfigrafík og forritum á borð við Flash, After Effects, Final Cut o.fl.

\ Hugmyndaauðgi

\ Jákvæðni, gott skap og hæfni í mannlegum samskiptum

Hjá PIPAR\TBWA starfa 28 manns. Stofan er sú fyrsta á landinu sem hefur sérdeild samfélagsvefja, en þar starfa þegar fimm sérfræðingar. PIPAR\TBWA er hluti af TBWA sem er ein af framsæknustu samstarfskeðjum auglýsingastofa í heiminum. Þar starfa um 12.000 manns á 258 stofum í 77 löndum.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um í gegnum Facebook síðu PIPARTBWA https://www.facebook.com/pipartbwa?sk=app_287819411284251