Hugbúnaðarsérfræðingur
Description
Hugbúnaðarsérfræðingur
- Oct 2014 Fullt starf
Borgun leitar að öflugum hugbúnaðarsérfræðingi á Upplýsingatæknisvið
Við leitum að metnaðarfullum forritara sem hefur reynslu, þekkingu og áhuga á hönnun og þróun gagnagrunna og samþættingu bakendalausna. Forritara sem er fær um að hanna og skila hágæða hugbúnaði á réttum tíma og hefur vilja til að auka við þekkingu sína á núverandi og nýrri tækni. Forritara sem er fljótur að bregðast við breytingum á kröfum en missir þó ekki sjónar á mikilvægi þess að viðhalda samræmi og gæðum í kóða.
Reynsla af öllum stigum hugbúnaðarþróunar er ótvíræður kostur. Hjá Borgun færðu tækifæri til að taka þátt í nýsköpunarverkefnum auk aðlögunar og uppfærslu eldri lausna. Sjálfstæð og öguð vinnubrögð eru nauðsynleg en reynsla af vinnu í Agile teymi er mikill kostur.
Þetta er einstakt tækifæri til að verða þátttakandi í framúrskarandi teymi sem fæst við þróun og innleiðingu lausna sem krefjast meiri uppitíma, öryggis og áreiðanleika en almennt gerist í hugbúnaðargerð á Íslandi.
Helstu verkefni
• Samþætting fram- og bakendalausna
• Aðkoma að öllum þáttum hugbúnaðarþróunar, frá greiningu til innleiðingar
• Þátttaka í mótun og framfylgni á tæknilegri framtíðarsýn
Umhverfi
• Hugbúnaðarþróun í.NET og Java. Þekking á WebMethods er kostur
• Þróun gagnagrunna og fyrirspurna á SQL Server, Oracle og DB2
• Stýrikerfi eru Linux, Windows og AIX
Menntun og hæfniskröfur
• Háskólapróf í tölvunarfræði, kerfisfræði eða sambærilegu
• Þekking og reynsla af forritun með.Net, Java og gagnagrunna
• Færni í samskiptum, sjálfstæði, öguð vinnubrögð, metnaður, sköpunarkraftur
og frumkvæði í starfi
Upplýsingar fyrir umsækjendur
Um Borgun Borgun er leiðandi fjármálafyrirtæki í þróun og hagnýtingu lausna á sviði rafrænnar greiðslumiðlunar. Við leggjum áherslu á lipra og persónulega þjónustu og vinnum eftir gildunum vilji, virði og vissa. Sjá nánar á www.borgun.is.
Nánari upplýsingar um starfið veita Rakel Ýr Guðmundsdóttir mannauðsstjóri í síma XXX-XXX-XXXX og Sigurjón Þráinsson þróunarstjóri í síma XXX-XXX-XXXX. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starfið á www.borgun.is.