Almenn umsókn
Description
Deloitte er leiðandi þjónustuveitandi á sviði endurskoðunar og reikningsskila, upplýsingatækniráðgjafar, fjármálaráðgjafar, áhætturáðgjafar, skatta– og lögfræðiráðgjafar og tengdrar þjónustu. Alþjóðlegt net aðildarfélaga okkar og tengdra félaga spannar meira en 150 lönd og landsvæði (sameiginlega vísað til sem „félög Deloitte'). Hjá Deloitte starfa um 457.000 sérfræðingar sem stefna saman að því að veita ávallt framúrskarandi þjónustu.
Við ráðum bæði nýútskrifaða háskólanema, meistaranema og reynda sérfræðinga til starfa. Við sækjumst eftir hæfasta fólkinu og því fleiri sem sækja um hjá okkur, þeim mun líklegra er að við finnum besta starfsfólkið. Hjá okkur starfa löggiltir endurskoðendur, viðskiptafræðingar, lögfræðingar, verkfræðingar, tölvunarfræðingar, kerfisfræðingar, fjármálaverkfræðingar, viðurkenndir bókarar og svo mætti lengi telja. Athugaðu hvort við höfum laust starf sem hentar menntun þinni og reynslu eða sendu okkur almenna umsókn. Við geymum umsóknir í 12 mánuði og byrjum alltaf á því að leita í okkar eigin gagnagrunni þegar störf losna.
Qualifications: Hverju sækjumst við eftir? Hjá Deloitte leggjum við áherslu á að ráða til okkar metnaðarfullt og skemmtilegt starfsfólk. Við bjóðum vinnuaðstöðu eins og hún gerist best, áhugaverð verkefni, skýra starfsþróunarmöguleika, lærdómsmenningu á vinnustaðnum, sveigjanlegan vinnutíma og frábæran vinnuanda. Endilega sendu okkur umsókn ef þú vilt slást í hópinn.
Starfsþróun þín Við trúum því að það sé ávallt rými til að læra. Þú lærir mikið af þeim fjölbreyttu verkefnum sem þú tekur að þér hjá viðskiptavinum í ólíkum atvinnugeirum, þú fylgist vel með á þínu fagsviði og við að sama skapi styðjum við þinn vöxt með símenntunartækifærum. Að auki bjóðum við upp á: Sveigjanlegan vinnutíma með tækifærum til heimavinnu Regluleg check-in samtöl, mentor sem kemur þér inn í starfið og aðgang að innanhúss coach Líkamsræktarstyrk og virkt starfsmannafélag Um Deloitte, fólkið okkar og menningu Vilt þú hafa áhrif? Hjá Deloitte skiptir þitt framlag máli því saman, sem ein heild, vinnum við að því að hafa áhrif á viðskiptavini, samstarfsfélaga og samfélag. Þú færð tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum þvert á svið, starfsstöðvar og lönd, auka hæfni þína og færni og hafa góðan stuðning til vaxtar og þróunar í starfi. Athugaðu að almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega. Vilt þú hafa áhrif? Hjá Deloitte skiptir þitt framlag máli því saman, sem ein heild, vinnum við að því að hafa áhrif á viðskiptavini, samstarfsfélaga og samfélag. Þú færð tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum þvert á svið, starfsstöðvar og lönd, auka hæfni þína og færni og hafa góðan stuðning til vaxtar og þróunar í starfi.